Göngutúr um gömlu Kaupmannahöfn laugardaginn 11. ágúst kl. 12.00

11 aug 2018 kl. 12:00 - 14:00

Ráðhústorgið, við pylsuvagninn nær Strikinu, Kaupmannahöfn

Verð 150 kr. á mann. Skráning nauðsynleg, en greitt er með reiðufé eða MobilePay á staðnum.

Hvort sem þú hefur heimsótt Kaupmanna fjölmörgum sinnum, eða ert að koma í fyrsta sinn, þá mun þessi skemmtilega gangsýna þér nýja hlið á borginni sem Íslendingar kölluðu lengi vel höfuðborg sína.

Gangan hefst á Ráðhústorginu sem er eins konar miðpunktur borgarinnar. Fyrir ekki svo löngu voru hér borgarmúrar og hlið sem var lokað á nóttunni; Vesturhliðið eða Vesterport. Allt fyrir utan torgið var sveit. Gengið verður um Pissurennuna, eitt elsta hverfi Kaupmannahafnar, sem geymir margar sögur um fjölskrúðugt mannlíf og einnig Jónas Hallgrímsson. Þar er enn líf og fjör í þröngum strætunum sem hýsa yfir 60 bari og veitingastaði. Þaðan er haldið yfir í Latínuhverfið þar sem íslensk saga er við hvert fótmál, enda bæði Gamli Garður og Háskólinn á svæðinu. Gengið í gegnum miðaldarbæinn sem hefur iðað af lífi í 850 ár og líklegast lengur.

Auk þess að vera uppspretta sagna um Íslendinga í alls konar ástandi, beljur á fjórðu hæð og ódýra snagagistingu hefur miðbær Kaupmannahafnar þróast og breyst á undanförnum tuttugu árum og er í dag sannkölluð lítil heimsborg sem ávallt er gaman er að skoða. Göngunni lýkur á Kóngsins nýjatorgi, hugsanlega með drykk á Vínstofu Hvíts, til heiðurs Íslendingum sem dreypt hafa á glasi þar undanfarin þrjú hundruð ár.

Tilmelding

Salg lukket