Hátíðarfundur FKA

24 okt 2019 kl. 17:00 - 19:00

Sendiráðsbústaður Íslands, Fuglebakkevej 70, 2000 Frederiksberg

Þann 24. október er kvennafrídeginum fagnað. Dagurinn sem var haldinn í fyrsta skipti 1975 er hátíðardagur, baráttudagur - og síðast en ekki síst áminning til allra kvenna að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags okkar í samfélaginu.

Þennan dag fögnum við félagskonur FKA-DK öflugum konum - konum sem hafa staðið sig vel í starfi eða í samfélaginu og eru hvatning til okkar allra. Þetta gerum við meðal annars með því að kjósa konu ársins. Í ár stóð stjórn FKA-DK að valinu - en á komandi árum verður það á ykkar herðum að senda inn tilnefningar.

Hátíðarfundurinn verður haldinn í sendiráðsbústað sendiherra Íslands í Danmörku, en Helga Hauksdóttir tók við starfi sendiherra í ágúst 2019. Hún býður okkur velkomnar með frásögn um starf sitt og bakgrunn, en einnig býður sendiráðið upp á léttar veitingar.

Þátttaka er ókeypis, en nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn (hámarksfjöldi 50).

Hlökkum til að fagna með ykkur á þessum sérstaka baráttudegi íslenskra kvenna.

Tilmelding UDSOLGT