Konur, kokteilar og hin fullkomna lyfturæða

15 mar 2018 kl. 17:30 - 20:30

Jónshús, Øster Voldgade 12, 1350 København


Workshop:

Þetta kvöld munu Auður Welding og Ásta Stefánsdóttir bjóða upp á létt og skemmtilegt workshop, þar sem þátttakendum gefst færi á að þróa hina fullkomnu "lyfturæðu".

Lyfturæða, eða "elevator pitch", gengur út á að kunna að kynna sig á stuttan, hnitmiðaðan - og ekki síst eftirminnilegan hátt. Með því að hafa þjálfa með sér einfalda ræðu getur maður gripið sérhvert tækifæri til að kynna sig fyrir fólki sem maður vill tengjast, án þess að roðna niður í tær!

Kvöldið verður tvískipt, en fyrri parturinn fer í að læra um hina fullkomnu lyfturæðu - og þróa sína eigin. Að henni lokinni verður skipt um gír, því þá tekur við kokteilboð þar sem lyfturæðan kemur að góðum notum. Hver veit nema þú finnir þína innri kokteilboðs-drottningu? Umfram lyfturæðuna verður einnig fjallað um framkomu og líkamstjáningu, um mikilvægi þess að kunna að hlusta, og síðast en ekki síst að mastera list tengiliðsins.

Auður og Ásta eru meðlimir stjórnar FKA-DK. Í gegnum störf þeirra beggja á liðnum árum hafa þær öðlast talsverða reynslu í tengslanetsmálum, framkomu og kynningum. Þær miðla því úr eigin reynsluheimi og almennum kenningum, öllum til gagns og gamans.

Verð 150 kr. fyrir workshop, kokteilboð og léttar veitingar.

Aðgangsmiði

Salg lukket