Lærðu að nota Linkedin - kvöldnámskeið FKA-DK

12 nov 2019 kl. 18:00 - 21:00

Jónshús, Øster Voldgade 12, 1350 København


Þið þekkið mikilvægi öflugs tengslanets. Gott tengslanet getur opnað dyr - jafnvel að nýju starfi eða nýjum möguleikum. LinkedIn er samfélagsmiðill fyrir fagfólk sem með aðgangi að ferilskrám meðlima hvetur til gagnlegrar tenglamyndun. Linkedin er í dag talið eitt mikilvægasta verkfærið hvað varðar að styrkja samkeppnishæfni fólks í atvinnulífinu, með yfir 260 milljónir virkra notenda í yfir 200 löndum. Öll birting á upplýsingum um þig á netinu skiptir máli og mikilvægt að huga að því hvernig fagleg ásýnd þín er á vefnum. Þess vegna hefur FKA-DK ákveðið að skipuleggja námskeið helgað notkun á Linkedin.

Inga Rós Antoníusdóttir stýrir kvöldinu, en Inga Rós er menntuð í alþjóðaviðskiptum með áherslu á þvermenningarleg samskipti frá Copenhagen Business School, auk kennaragráðu frá HÍ. Hún hefur á liðnum árum aflað sér víðtækrar reynslu og þekkingar á hinum stafræna heimi, og miðlað þeirri þekkingu bæði sem markaðsstjóri, sjálfstætt starfandi ráðgjafi og með námskeiðshaldi í notkun samfélagsmiðla, stafrænnar markaðssetningar og nýsköpunnar. Hefur hún haldið námskeið bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki og stofnanir víða um heim og hefur efnið spannað allt frá almennri vörumerkjauppbyggingu til notkunnar samfélagsmiðla og Linkedin til þess að styrkja tengslanetið og efla samkeppnishæfni einstaklinga og fyrirtækja. Nú í vor tók Inga við starfi verkefnastjóra stafrænnar þróunnar hjá Ferðamálastofu Íslands.

Dagskrá kvöldsins:

17.45 Dyrnar opna.

18.00 Kynning, Inga Rós Antoníusdóttir fræðir um Linkedin (og aðra samfélagsmiðla).

19.00 Matarpása og tengslamyndun. Boðið er upp á samlokur og drykki.

19.30 Workshop, unnið með eigin prófíl í minni hópum og Inga Rós leiðbeinir.

20.30 Tengslanet og spjall. Boðið verður upp á vínglas. 

Nauðsynlegt er að mæta með eigin fartölvu/ Ipad. Nánari leiðbeiningar hvað varðar undirbúning fyrir námskeiðið verða sendar til þátttakenda er nær dregur.