Úti er ævintýri

04 maj 2018 kl. 17:30 - 21:00

Jónshús, Øster Voldgade 12, 1350 København


Nei, FKA-DK er svo sannarlega ekki að fara að leggja upp laupana... Yfirskriftin er bara til að minna okkur á að vorið er að bresta á, og að næsti fundur FKA verður því útifundur með tilheyrandi ævintýramennsku! Hugmyndin er að hrista okkur ærlega saman og finna skemmtilegar leiðir til að kynnast nýjum félagskonum. Við erum því að leggja lokahönd á hressan og skemmtilegan ratleik sem mun tryggja hlátrasköll og fjör, og vonandi styrkja tengslanetið þitt á sama tíma.

Dagskrá:

17.30 - mæting í Jónshúsi

17.30-18.00 Samlokur, léttvín og bjór

18.00-19.30 Ratleikur, þrautir og gleði

19.30-21.00 Drykkir, snakk, networking, spjall og verðlaunaafhending (veðrið stýrir því hvort þessi hluti verði í Jónshúsi eða í Østre Anlæg, garðinum bak við Statens Museum for Kunst, 5 mín göngu frá Jónshúsi).

21.00 - Áframhaldandi gleði á Black Swan fyrir þær sem vilja!

Tryggið ykkur miða tímanlega - og passið ykkur að klæða ykkur eftir veðri... því ratleikurinn verður utandyra sama hvernig veðrar.

Hlökkum til að fagna vorinu með ykkur.

Vorfundur FKA-DK

Salg lukket